Nasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Fly Play hf. („félagið“ eða „PLAY“) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði þann 8. ágúst n.k. og samhliða tekin úr viðskiptum á First North vaxtarmarkaðinum eftir lokun markaða þann 7. ágúst n.k.
Lýsing um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, sem dagsett er 1. ágúst 2024, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsingin er á ensku, hana má finna vef PLAY og í viðhengi með þessari tilkynningu.
Arctica Finance hefur umsjón með töku hlutabréfa PLAY til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Frekari upplýsingar veita:
Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í samskiptum




















![A Conversation with Dave Heller About TCA’s Call on Washington [Video] A Conversation with Dave Heller About TCA’s Call on Washington [Video]](https://smartnewshub.com/wp-content/uploads/2024/11/11909-a-conversation-with-dave-heller-about-tcas-call-on-washington-video-360x180.jpg)
![New Company Uses AI to Train Autonomous Trucks [Video] New Company Uses AI to Train Autonomous Trucks [Video]](https://smartnewshub.com/wp-content/uploads/2024/10/11886-new-company-uses-ai-to-train-autonomous-trucks-video-360x180.jpg)
















